Fasteignaleitin
Skráð 26. apríl 2024
Deila eign
Deila

Sólbraut 4

EinbýlishúsSuðurland/Selfoss-806
153.6 m2
6 Herb.
5 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
84.900.000 kr.
Fermetraverð
552.734 kr./m2
Fasteignamat
60.950.000 kr.
Brunabótamat
84.300.000 kr.
Mynd af Snorri Björn Sturluson
Snorri Björn Sturluson
Hdl., Löggiltur fasteignasali. Eigandi.
Byggt 1940
Þvottahús
Garður
Tveir Inng.
Fasteignanúmer
2205166
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
St+timbur
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
hitalagnir, ofnar og neysluvatnslagnir endurnýjaðar 2023
Raflagnir
Endurnýjaðar 2023
Frárennslislagnir
Ekki vitað
Gluggar / Gler
Endurnýjað 2023
Þak
Ekki vitað. Eldra þak. Málað sumarið 2023. Ryðskemmdir á nokkrum stöðum
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Svalir
Timburverönd
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Tveir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Engar teikningar eru til af húsinu, hvorki teikningar af innra skipulagi, raflagnateikningar, lagnateikningar eða aðrar teikningar.
Ryðskemmdir í þakjárni á nokkrum stöðum.
Valhöll fasteignasala kynnir mjög fallegt 153,6 fm mikið uppgert einbýlishús sem telur hæð og ris á 1.600 fm eignarlóð að Sólbraut 4, Reykholti, í Bláskógabyggð. Fimm svefnherbergi eru í húsinu. Allt innbú getur fyllt með.  Húsið er tilbúið til afhendingar.

Þetta er frábært tækifæri til að eignast glæsilegt einbýlishús á einu vinsælasta ferðamannasvæði landsins, steinsnar frá Friðheimum, Reykholtslaug, verslun, þjónustu og allt sem Reykholt hefur upp á að bjóða.

Annar hluti hússins var byggður árið 1940 og er steyptur, veggir og þak. Hinn hluti hússins var byggður síðar og er um að ræða timburhús á steyptum. Húsin eru samtengd og mynda eitt hús. Fyrir aftan húsið er gul skemma sem sveitafélagið Bláskógabyggð á og notar sem geymslu. Sveitarfélagið hefur lýst yfir áætlunum um að fara í utanhúsviðgerðir á skemmunni og mun þá ásýnd hennar batna mikið.

Nánari upplýsingar veitir:

Snorri Björn Sturluson löggiltur fasteignasali / lögmaður í síma 699-4407 eða snorribs@valholl.is

Eignin hefur nýlega verið fallega endurnýjuð að talsverðu leyti m.a.:

Endurbætur að innan:
Nýtt eldhús og baðherbergi.
Ný gólfefni, Quikstep harðparket frá Harðviðarval. Flísar á votrýmum frá Álfaborg.
Nýjar innihurðir, hvítar frá Harðviðarval.
Rafmagn endurnýjað, allt í töflu, raflagnir, rofar og tenglar.
Allar hitalagnir, ofnar og neysluvatnslagnir endurnýjaðar.

Endurbætur að utan:
Húsið var nýlega klætt og einangrað að utan. Öndunradúkur undir klæðningu og klætt með standandi bandsagaðri timburklæðningu.
Nýir gluggar, gler og útihurðir. Járn á þaki er nýmálað. Útilljós frá S Guðjónsen. Lagt er fyrir myndavélakerfi að utanverðu.
Búið er að jarðvegsskipta bílaplani og innkeyrslu. 

Nánari lýsing:

Neðri hæð:
Forstofa: björt og opin forstofa með gluggum sitthvoru megin við útidyrahurð með parketi á gólfi.
Sjónvarpshol: úr forstofu er gengið inn í sjónvarpshol með parketi á gólfi.
Hjónaherbergi: rúmgott herbergi með fataskáp og parketi á gólfi.
Svefnherbergi: með fataskáp og parketi á gólfi.
Baðherbergi: með fallegri HTH innréttingu, stórum spegli með innfeldri lýsingu, sturtu, upphengdu salerni og flísum á gólfi.  
Geymsla: með glugga og parketi á gólfi.
Eldhús:  eldhúsinnrétting frá  HTH og borðplötur frá Fanntófell.  Undirlímdur vaskur og niðurfellt helluborð. Innfeldur ísskápur, frystir og uppþvotavél. Eyja með helluborði. 
Stofa: í opnu rými með eldhúsinu með parketi á gólfi og rennihurð út á stóran viðarpall.
Þvottahús: með skáp og vinnuborði, forhitari, flísar á gólfi og útgengi á baklóð. 

Ris:

Úr gangi er teppalagður stigi upp í ris eldra hússins.  Þar eru tvö rúmgóð svefnherbergi með parketi á gólfi og lítlu holi á milli.
Úr þvottahúsi er hringstigi upp í ris nýrra hússins sem er yfir hjónaherbergi. Þar er rúmgott svefnherbergi undir súð með góðri lofthæð í miðjunni.

Stór timburverönd er framan við húsið með skjólveggjum.

 Í Reykholti er m.a. verslun, sundlaug og matsölustaður. Golfvöllurinn á Flúðum er í næsta nágrenni einnig ýmsir vinsælir ferðamannastaðir á Suðurlandi eins og Friðheimar.

Nánari upplýsingar veitir:
Snorri Björn Sturluson löggiltur fasteignasali / lögmaður í síma 699-4407 eða snorribs@valholl.is


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
15/05/202330.150.000 kr.43.500.000 kr.153.6 m2283.203 kr.Nei
20/04/202126.150.000 kr.19.000.000 kr.153.6 m2123.697 kr.
11/10/201618.550.000 kr.25.500.000 kr.153.6 m2166.015 kr.
18/04/201518.100.000 kr.17.800.000 kr.153.6 m2115.885 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Grafhólar 17
Bílskúr
Skoða eignina Grafhólar 17
Grafhólar 17
800 Selfoss
182.7 m2
Raðhús
413
486 þ.kr./m2
88.800.000 kr.
Skoða eignina Grafhólar 6
Bílskúr
Opið hús:14. maí kl 17:00-17:30
Skoða eignina Grafhólar 6
Grafhólar 6
800 Selfoss
178 m2
Raðhús
423
497 þ.kr./m2
88.500.000 kr.
Skoða eignina Hraunbær 31
Bílskúr
Skoða eignina Hraunbær 31
Hraunbær 31
810 Hveragerði
144 m2
Raðhús
43
603 þ.kr./m2
86.900.000 kr.
Skoða eignina Laufhagi 15
Bílskúr
Skoða eignina Laufhagi 15
Laufhagi 15
800 Selfoss
169.9 m2
Einbýlishús
412
482 þ.kr./m2
81.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache