Fasteignaleitin
Skráð 14. maí 2024
Deila eign
Deila

Nýlendugata 24

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Miðborg-101
145.7 m2
6 Herb.
3 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
169.900.000 kr.
Fermetraverð
1.166.095 kr./m2
Fasteignamat
71.550.000 kr.
Brunabótamat
60.950.000 kr.
Mynd af Ingunn Björg Sigurjónsdóttir
Ingunn Björg Sigurjónsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1906
Þvottahús
Garður
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2000368
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
3
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurnýjaðar fyrir nokkrum árum.
Raflagnir
Endurnýjað
Frárennslislagnir
Endurnýjaðar fyrir nokkrum árum.
Gluggar / Gler
Endurnýjað
Þak
Skipt um járn 2016 og þakrennur, að sögn eiganda.
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Svalir
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Margir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Þegar frost verður mikið í hvassri norðanátt þá kemur fyrir að það frís í lögnum í sturtu og WC inni á baði.  Á að vera hægt að laga það innan frá að sögn eiganda. 
Kvöð / kvaðir
Húsið er friðað skv. Lögum um menningarminjar 80/2012, kafli VII, 29. gr. Það má því ekki rífa eða breyta nema með leyfi og í samráði við Minjastofnun Íslands.  Þetta á við um ytra birði hússins.
DOMUSNOVA og Ingunn Björg lgf. kynna í sölu mikið endurnýjað, fallegt og einstaklega sjarmerandi einbýlishús með aukaíbúð á eftirsóttum stað miðsvæðis í 101 Reykjavík.
Húsið hefur að mestu verið endurnýjað og hefur það hlotið viðurkenningu frá Reykjavíkurborg fyrir vandaðar endurbætur.
Birt stærð skv. HMS er 145,7 m2. 
Gólfflötur efri hæðar er stærri en birtir fermetar þar sem hluti gólfs er undir súð.
Fyrir liggur breytt deiliskipulag frá  Reykjavíkurborg sem heimilar verulega stækkun hússins,
Skipulag hússins er á eftirfarandi hátt: Efri hæð: Andyri, baðherbergi, stofa, borðstofa og eldhús í opnu rými, útgengt er úr borðstofu út á timbursvalir með tröppum niður í skjólgóðan og fallegan garð. Rúmgott hjónaherbergi er í risi ásamt fataherbergi sem auðvelt er að breyta í barnaherbergi, hol með útgengi á vestursvalir. Neðri hæð: Aukaíbúð með sérinngangi. Íbúðin skiptist í andyri, baðherbergi með þvottaaðstöðu, krók sem nýttur er sem eldhúsaðstaða, stofu og borðstofu í opnu rými.  Aukaíbúðin hefur verið leigð út í Airbnb. Mjög góðir tekjumöguleikar. Húsið stendur á eignarlóð og eru tvö fastanúmer innan eignarinnar. 

Staðsetning er afar góð, í rólegri götu á þessum vinsæla stað í Vesturbænum þar sem finna má fjölmargra veitingastaði, list og menningu, fallegar gönguleiðir, náttúrufegurð ásamt öllu því sem miðborgin okkar hefur upp á að bjóða.  


VINSAMLEGA BÓKIÐ SKOÐUN Á EIGNINNI HJÁ:
Ingunn B. Sigurjónsdóttir, sími 856-3566 eða á ingunn@domusnova.is


NÁNARI LÝSING:
HÆÐ:

Komið er inn í forstofu/gang með gluggum til vesturs. Gangur tengir rými hæðarinnar. 
Stofan er björt með góðum gluggum til vesturs.
Borðstofa er inn af stofu og tengist eldhúsi. Nýlega var bætt við útgengi frá borðstofu á verönd með fallegum hurðum í anda hússins. 
Eldhús er með sérsmíðaðri nýlegri innréttingu með granít borðplötu, gaseldavél  og ofni frá Mile. 
Baðherbergi er nýlegt. Upphengt salerni, sturta, handkæðaofn og vaskaskápur. Flísalagðir veggir og gólf. 
Gólfefni á alrými er viðargólf úr eik í upprunalegum stíl  hússins.

RIS:
Gengið er upp fallegan stiga með kókosteppi upp á eftri hæð/ ris hússins.
Hjónaherbergi er rúmgott. Parket á gólfi.
Fataherbergi með parketi á gólfi.
Hol með parketi á gólfi.
Svalir: Frá holi er gengið út á svalir til vesturs.

AUKAÍBÚÐ:
Gengið er inn í íbúð frá palli á vesturhlið hússins en einnig er innangengt frá eldhúsi efri hæðar.
Andyri: Flísar á gólfi. Krókur sem nýttur er sem eldhúsaðstaða. 
Stofa / borðstofa er rúmgóð með viðarparketi á gólfi. Einstaklega björt með gluggum til suðurs. Auðvelt væri að bæta við eldhúsinnréttingu þar sem lagnir eru til staðar.
Hjónaherbergi með viðarparketi á gólfi. Fataskápur. 
Baðherbergi með upphengdu salerni, vaskaskáp og sturtu. Flísar á gólfi. Tengi er fyrir þvottavél og þurrkara á baði.
Geymsla:  Lítil geymsla innan íbúðar.
Einnig er geymsla undir húsi hituð með rafmagni.

Rúmgóð verönd er vestan megin við húsið ásamt fallegum grónum garði.

Fyrir 20 árum hófust miklar endurbætur á húsinu undir stjórn Einars Skúla hjá Bæjarhúsum. 
Arkitekt var Jon Nordsteien sem er sérhæfður í endurbyggingu eldri húsa. Húsafriðunarsjóður styrkti framkvæmdir og hafði eftirlit með þeim. 

Helstu framkvæmdir á undanförnum árum eru að sögn seljanda:
Ytra byrði:
  • Skipt var um allt járn á hliðum hússins. 
  • Allir gluggar voru sérsmíðaðir og færðir til upprunalegs horfs.
  • Skipt var um allt tréverk á svölum og við inngang.
  • Árið 2016 voru settar nýjar þakplötur og þakrennur á húsið .
  • Árið 2020 voru lagðar drenlagnir á norðurhlið hússins.
  • Árið 2022 var smíðuð hurð úr borðstofu sem liggur út á svalir.  Þaðan liggja tröppur í garðinn. Sveinbjörn Gröndal hannaði og smíðaði hurðina í samræmi við útlit hússins.
  • Húsið hefur verið málað reglulega og tréverk sömuleiðis.
  • Árið 2017 var smíðaður pallur við vesturhlið hússins fyrir framan inngang í íbúðina á jarðhæðinni.  
Innan húss:
Á árunum 2003 -2010 fóru fram miklar endurbætur innanhúss að sögn seljenda:
  • Eldhús endurnýjað með sérsmíðuðum innréttingum, hannað af Thelmu Björk Friðriksdóttur.  
  • Baðherbergi endurnýjað 2018 með nýjum flísum, salernisskál og blöndunartækjum.
  • Skipt um allt gólfefni á hæðinni en þar var lagt eikargólf. Gólfefni frá Harðviðarval.  
  • Raflagnir og pípulagnir hússins hafa verið endurnýjaðar.
Í þættinum: "Innlit/Útlit árið 2003" má sjá þegar eigendur stóðu í breytingum á húsinu.

Nýlendugata 24 er einbýlishús, byggt árið 1906. Við endurbætur hússins var sérstaklega hugað að því að viðhalda upphaflegri gerð hússins og það verið varðveitt af kostgæfni með tilliti til upprunalegs útlits. Húsið er hluti af þeirri byggð sem reis norðan Vesturgötu í kringum aldamótin 1900 og fellur vel að núverandi götumynd. Fyrsti eigandi var Jóhannes Guðmundsson skipstjóri.

Skv. deiliskipulaginu má bæta við húsið einni hæð og stækka það til norðurs. Einnig má stækka það til vesturs sem nemur bíslagi á vesturhlið. Því er umtalsverðar heimildir til stækkunar.  Skv. því má stækka húsið úr 145,7 m2 í allt að 220 m2 þannig að nýtingarhlutfallið fari úr 0,87 í 1,32. Í athugasemdum er tekið fram að við hönnun breytinga ætti alltaf að taka tillit til upprunalegs byggingastíls hússins.

Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við Ingunni B. Sigurjónsdóttur í síma 856-3566 eða ingunn@domusnova.is.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:

  Nýtt - Eignin er nýbygging.
  Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
  Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
  Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
  Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 1906
49.6 m2
Fasteignanúmer
2000367
Byggingarefni
Hlaðin
Númer hæðar
00
Númer eignar
01
Húsmat
36.200.000 kr.
Lóðarmat
10.250.000 kr.
Fasteignamat samtals
46.450.000 kr.
Brunabótamat
22.750.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
8.6 m2
Fasteignanúmer
2000368

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Vesturvin V1 íb 503
Bílastæði
Vesturvin V1 íb 503
101 Reykjavík
135.7 m2
Fjölbýlishús
413
1162 þ.kr./m2
157.700.000 kr.
Skoða eignina Reykjastræti 7
Bílastæði
Skoða eignina Reykjastræti 7
Reykjastræti 7
101 Reykjavík
135.6 m2
Fjölbýlishús
211
1150 þ.kr./m2
156.000.000 kr.
Skoða eignina Reykjastræti 7
Bílastæði
Skoða eignina Reykjastræti 7
Reykjastræti 7
101 Reykjavík
129.5 m2
Fjölbýlishús
21
1304 þ.kr./m2
168.900.000 kr.
Skoða eignina Grensásvegur 1F íb.703
Grensásvegur 1F íb.703
108 Reykjavík
143.6 m2
Fjölbýlishús
43
1219 þ.kr./m2
175.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache