Fasteignaleitin
Skráð 25. apríl 2024
Deila eign
Deila

Drafnarstígur 2A

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Miðborg-101
98.2 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
71.900.000 kr.
Fermetraverð
732.179 kr./m2
Fasteignamat
63.750.000 kr.
Brunabótamat
44.300.000 kr.
Mynd af Aðalsteinn Bjarnason
Aðalsteinn Bjarnason
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1955
Þvottahús
Garður
Gæludýr leyfð
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2000973
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
4
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upprunalegar að mestu leiti
Raflagnir
Endurnýjað að hluta - Tafla í sameign endurnýjuð , rofar, tenglar og tafla í íbúð
Frárennslislagnir
Endurnýjað að hluta - Skólplögn fóðruð 2017
Gluggar / Gler
Endurnýjað 2023 - Gluggar og svalarhurð
Þak
Endurnýjað að hluta - Nýtt járn og undirlag 2016
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Svalir
Suð/austur
Lóð
15,6
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir
ENGAR YFIRSTANDANDI. Gert var ráð fyrir að næst yrði farið í múrviðgerðir í framhald af gluggaskiptum sem voru um áramót 2022/2023, svo verið er að leggja fyrir í framkvæmdasjóð vegna þess en engin ákvörðun verið tekin um það. Innistæða í framkvæmdasjóð var 6.246.000 kr. þann 26.01.24.
DOMUSNOVA fasteignasala kynnir í sölu afar fallega og nokkuð endurnýjaða 3 herbergja íbúð í hjarta höfuðborgarinnar, við Drafnarstíg 2A í 101 Reykjavík.  Húsið stendur í rauninni við Ránargötu (merkt Ránargata 49 skv. google) og er inngangur samliggjandi henni.  Íbúðin sem er á 1. hæð (ekki jarðhæð) er mjög falleg og hefur verið endurnýjuð á smekklegan hátt. íbúðin skiptist í rúmgóða forstofu með skáp, eldhús með borðkrók, herbergjagang með stórum skáp, baðherbergi með gólfsturtu, hjónaherbergi með glugga á tvo vegu, barna/gesta herbergi, setustofu og rúmgóða borðstofu/stofu með útgengi á svalir.  Í sameign er þvottahús, þurrkherbergi, hjólageymsla og rúmgóð sér geymsla íbúðar.  Um er að ræða íbúð fasteign sem skráð er alls 98,20 m2 að stærð skv. fasteignaskrá HMS sem skiptist þannig að íbúð er skráð 88,70 m2 og geymsla er skráð 9,50 m2.  Húsið hefur fengið gott viðhald á undaförnum árum og settir voru t.a.m. nýjir gluggar (og gler) og svalahurðir í allar íbúðir nýlega ásamt því að klæðning á þaki var endurnýjuð og skólplagnir fóðraðar fyrir 7-8 árum.  Alveg frábær staðsetning í hjarta miðbæjarins þar sem stutt er í mannlífið og alla helstu þjónustu.

* * *  SMELLIÐ HÉR TIL AÐ BÓKA SKOÐUN  * * *

Nánari skipting og lýsing á eignarhlutum:
Forstofa/hol: Komið er inn í rúmgott hol með fataskáp. Nýleg hurð við stigagang.
Eldhús: Inn af holi/forstofu með dökkri innréttingu og grárri borðplötu. Borðkrókur með viðapanel á veggjum og opnanlegum glugga.
Gangur: Inn af forstofu/holi er lítill gangur sem tengir saman herbergi og baðherbergi með fjórföldum fataskáp.
Baðherbergi: Endurnýjað fyrir einhverjum árum á smekklegan hátt og þá sett inngeng sturta með glerskilrúmi, veggskápur með vaski, handklæðaofn og flísar á gólf og upp með veggjum.
Hjónaherbergi: Rúmgott og bjart með glugga á tvo vegu.
Herbergi #2: Nýtist vel sem barnaherbergi eða vinnuherbergi.
Borðstofa/stofa: Rúmgóð stofa með útgengi á svalir.
Sjónvarps stofa: Rúmgott hol nn af stofu (og forstofu/holi einnig).
Svalir: Litlar svalir í suð/austur.
Þvottaherbergi: Inn af sameign er sameiginlegt þvottaherbergi þar sem hver íbúð er með sér tengi fyrir þvottavél. Nýlegur gluggi með loftunar rist.
Hjólageymsla: Sameiginleg hjólageymsla er í sameign með sérinngangi. Nýlegur gluggi og útihurð.
Sameign: Snyrtilegur stigagangur þar sem skipt var um teppi og málað fyrir nokkrum árum.
Gólfefni: Gólfefni íbúðar er plastparket utan baðherbergis þar sem eru flísar.

Um framkvæmdir á vegum húsfélags undanfarin ár:
2023 - Nýir gluggar og svalahurðir voru settir í öllu húsinu.
2020 - Nýtt teppi lagt á stigagang og stigagangur málaður.
2017 - Skólplagnir fóðraðar.
2016 - Ný járnklæðning og undirlag sett á allt þakið.

Um framkvæmdir á íbúð undanfarin ár:
2018 - Baðherbergi endurnýjað (af fyrri eiganda)
2018 - Sett nýtt gólfefni og listar (af fyrri eiganda)
2018 - Eldhús endurnýjaðað hluta (af fyrri eiganda)

* * *  SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SÆKJA SÖLUYFIRLIT  * * *

Allar nánari upplýsingar veita:
Aðalsteinn Bjarnason - Löggiltur fasteignasali, í Félagi fasteignasala / s.773-3532 adalsteinn@domusnova.is
Margrét Rós Einarsdóttir - Löggiltur fasteignasali - Viðskiptafræðingur / s.856-5858 / margret@domusnova.is

VILTU VITA HVERS VIRÐI ÞÍN FASTEIGN ER Í DAG? BÓKA FRÍTT FASTEIGNAVERÐMAT

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
17/09/202044.950.000 kr.52.000.000 kr.98.2 m2529.531 kr.
26/05/202044.950.000 kr.38.000.000 kr.98.2 m2386.965 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Leifsgata 11
Opið hús:05. maí kl 13:30-14:00
Skoða eignina Leifsgata 11
Leifsgata 11
101 Reykjavík
90.9 m2
Fjölbýlishús
412
824 þ.kr./m2
74.900.000 kr.
Skoða eignina Laugavegur 49
Opið hús:02. maí kl 16:45-17:15
Skoða eignina Laugavegur 49
Laugavegur 49
101 Reykjavík
94.2 m2
Fjölbýlishús
312
774 þ.kr./m2
72.900.000 kr.
Skoða eignina Klapparstígur 18
Klapparstígur 18
101 Reykjavík
91.2 m2
Fjölbýlishús
312
751 þ.kr./m2
68.500.000 kr.
Skoða eignina Bergstaðastræti 51
Bílskúr
Bergstaðastræti 51
101 Reykjavík
91.8 m2
Fjölbýlishús
312
761 þ.kr./m2
69.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache