Fasteignaleitin
Skráð 2. maí 2024
Deila eign
Deila

Meðalholt 7

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Austurbær-105
80.6 m2
2 Herb.
3 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
68.900.000 kr.
Fermetraverð
854.839 kr./m2
Fasteignamat
54.050.000 kr.
Brunabótamat
31.600.000 kr.
Byggt 1942
Þvottahús
Garður
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2011461
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
2
Vatnslagnir
endurnýjað að hluta
Raflagnir
Endurnýjaðar að hluta
Frárennslislagnir
upprunalegt
Gluggar / Gler
upprunalegt
Þak
Endurnýjað að hluta
Lóðarréttindi
Leigulóð
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Margir inngangar
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
MEÐALHOLT 7.     GÓÐAR LEIGUTEKJUR.

Heimir Bergmann lgf og Lögheimili Eignamiðlun kynna í einkasölu: Meðalholt 7. 105 Reykjavík.   Frábær leigueining, þar sem herbergi í kjallara geti gefið góðar leigutekjur.
   Um er að ræða vel staðsetta 80,6 fermetra íbúð á fyrstu hæð sem skiptist þannig, tvær samliggjandi stofur, eldhús, svefnherbergi og aukaherbergi í kjallara. Mögulegt að færa eldhús inn í aðra stofuna og búa til barnaherbergi þar sem eldhúsið er núna. Mjög fallegur garður með vönduðum sólpalli og skjólveggjum.  Nýjir gluggar í öllu húsinu nema eldhúsi.  Leigutekjur 450.000.- per mán.


Nánari lýsing:
Samkvæmt fasteignaskrá er eignin 60,7 fermetra íbúð á 1.hæð, 16,7 fermetra herbergi í kjallara og 3,2 fermetra geymsla í kjallara.
Gengið er inn í garð hússins  upp lágar tröppur, inn í sameiginlega forstofu þar sem er stigi niður í kjallara og upp í íbúð á efri hæð. Komið er inn í hol íbúðarinnar, þar sem baðherbergi og svefnherbergi er til hægri, eldhús og stofur til vinstri. Mögulegt er að færa eldhús í aðra stofu og gera núverandi eldhús að barnaherbergi.  Baðherbergi er flísalagt með sturtu, lítilli innréttingu og glugga. Stór fataskápur er á heilum vegg í svefnherbergi og annar minni innbyggður. Innibyggður skápur í gangi. Parket er á gólfum. Bjartir gluggar setja svip á stofur og svefnherbergi.
Í kjallara er stórt herbergi sem í dag er í útleigu, en hægt er að nýta sem hluta af íbúðinni. Sameiginlegt þvottahús er í kjallara ásamt geymslu.
Að sögn seljanda.
Skolplagnir hafa verið endurnýjaðar út í götu, þak hefur verið endurnýjað, allt rafmagn í íbúð hefur verið endurnýjað og nýjar töflur með jarðtengingu settar í allt húsið.
Garður hússins er sérlega fallegur og vel um hann hugsað. Sólpallar með skjólveggjum og grillaðstöðu setja mikinn svip á eignina og skapa skemmtilegt umhverfi. Geymsluskúr á baklóð fylgir eigninni.


Allar nánari upplýsingar gefur:  Heimir Bergmann  Löggiltur fasteigna og leigusali í síma 630-9000 eða heimir@logheimili.is
Viltu frítt verðmat fyrir sölu?  Get ég aðstoðað þig við sölu eða leigu íbúðar þinnar? 
Ertu í fasteignahugleiðingum, Þarftu að selja ?  Ég veiti afburða þjónustu og eftirfylgni, byggða á 16 ára  starfi við fasteignasölu á Íslandi.
Vegna mikillar sölu undanfarið get ég bætt við mig eignum í sölu- eða leigumeðferð. Hringdu núna í síma 630-9000 og pantaðu tíma fyrir þína eign. 


Frekari upplýsingar: Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign: Stimpilgjald af kaupsamningi: 0.8% af fasteignamati eignar fyrir einstaklinga en 1.6% fyrir lögaðila, en 0.4% ef um fyrstu íbúðarkaup er að ræða. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.700 af hverju skjali. Umsýslugjald fasteignasölu, samkvæmt gjaldskrá.
Skoðunarskylda kaupanda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Lögheimili Eignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Ábyrg þjónusta í áratug. Lögheimili Eignamiðlun var stofnuð 2007. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum. 



 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
05/10/202241.400.000 kr.53.600.000 kr.80.6 m2665.012 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Skaftahlíð 33
Opið hús:15. maí kl 17:30-18:00
Skoða eignina Skaftahlíð 33
Skaftahlíð 33
105 Reykjavík
84.6 m2
Hæð
413
826 þ.kr./m2
69.900.000 kr.
Skoða eignina Mávahlíð 23
Skoða eignina Mávahlíð 23
Mávahlíð 23
105 Reykjavík
94.2 m2
Fjölbýlishús
312
742 þ.kr./m2
69.900.000 kr.
Skoða eignina Stórholt 22 m leiguherb
Stórholt 22 m leiguherb
105 Reykjavík
80.6 m2
Fjölbýlishús
423
856 þ.kr./m2
69.000.000 kr.
Skoða eignina Bríetartún 11
Skoða eignina Bríetartún 11
Bríetartún 11
105 Reykjavík
78.5 m2
Fjölbýlishús
211
890 þ.kr./m2
69.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache