Fasteignaleitin
Skráð 18. apríl 2024
Deila eign
Deila

Borgarhlíð 2 H

FjölbýlishúsNorðurland/Akureyri-603
155.3 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
Verð
77.900.000 kr.
Fermetraverð
501.610 kr./m2
Fasteignamat
71.050.000 kr.
Brunabótamat
70.450.000 kr.
Byggt 1977
Bílskúr
Útsýni
Fasteignanúmer
2145335
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
1
Lóðarréttindi
Leigulóð
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala

Borgarhlíð 2 H

Töluvert endurnýjuð 5 herbergja raðhúsaíbúð á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr á frábærum og vinsælum stað í Þorpinu. Stutt er í leik- og grunnskóla ásamt íþróttasvæði Þórs. Góð timburverönd, garður og svalir snúa til vesturs. Eignin er samtals 155,3 fm. en þar af er bílskúrinn 25,1 fm. 


Íbúðin skiptist í forstofu, þvottahús, gangur/hol, snyrtingu og tvö svefnherbergi á neðri hæð, eldhús, stofu, baðherbergi og tvö svefnherbergi á efri hæð. 

1. hæð
Forstofa er með parketflísar á gólfi og opnu fatahengi. Skipt var um hurðastykki. 
Þvottahús er með epoxy á golfi og stæði fyrir þvottavél og þurrkara. Þar er gluggi með opnanlegu fagi sem er búið að endurnýja
Gangur/hol er með flísar á gólfi, þar er ágætt pláss undir stiga sem er opinn járnstigi milli hæða með teppi á þrepum.
Snyrting er með flísar á gólfi, vask og salerni. 
Svefnherbergi eru tvö á hæðinni. Þau liggja þó saman en möguleiki er að breyta því með því að setja upp milivegg. Útgengt er út á timburverönd þaðan og þá fylgja fataskápar sem eru í innra herberginu.  
Bílskúr er innangengur af gangi. Þar er rafmagns innkeyrsluhurð og í henni er einnig inngönguhurð. Vaskur og þriggja fasa rafmagn er í skúrnum og þá er búr/geymsla innst í honum lokað af með léttum veggjum.

2.hæð
Hol er með parket á gólfi og af því er hægt að komast upp á geymsluloft um fellistiga. 
Eldhús er með flísar á gólfi með gólfhita, nýlegri fallegri innréttingu með stæði fyrir uppþvottavél, ísskáp og bakaraofn í vinnuhæð og örbylgjuofn þar fyrir ofan sem fylgir. Flísar eru á milli efri og neðri skápa. Búið er að opna milli stofu og eldhús og þar er ágætur eldhús- og eða borðstofukrókur. 
Stofa er mjög björt með gluggum til tveggja átta, m.a. stórum glugga til suðurs á stafni hússins. Þar er upptekið loft, parket er á gólfum og úr stofu er gengið út á svalir.  
Baðherbergi er með bæði sturtuklefa og baðkari, upphengt salerni, mjög góðri innréttingu í kringum vask, handklæðaofni og opnanlegu fagi. 
Svefnherbergin eru tvö á hæðinni, bæði með parket á gólfi og fataskápum í stærra herberginu. 

Annað: 
-Eldhús var endurnýjað fyrir ca. 4 árum 
-Baðherbergi endurnýjað að stærstum hluta fyrir 6 árum
-Nýtt handrið á stiga og teppi á þrem fyrir um 2 árum
-Ný bílskúrshurð
-Skipt um hurðastykki, útidyrahurð og glugga í þvottahúsi fyrir ca. 2 árum. 
-Skipt um gluggalista fyrir einhverjum árum síðan og búið að skipta um neðri rúðuna í stóra glugganum til vesturs. Annars eru allar rúður upprunalegar. 
-Nýleg rafmagnstafla og skipt um lang flestar innstungur og slökkvara 
-Skúr á lóð fylgir en hann er óeinangraður og er um 4-6 fm. 
-Skipt um járn og pappa á þaki og bætt við öndun fyrir ca. 20-25 árum að sögn eiganda. 
-Hitakapall kominn í þakrennur
-Hægt er að stækka bílskúr eða herbergi á kostnað geymslu sem er innst í bílskúr. 
-Eignin snýr afar vel við sólu
-Ljósleiðari tengdur

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila.    (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 


Frekari upplýsingar:
olafur@byggd.is
greta@byggd.is
bjorn@byggd.is

Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 1977
25.1 m2
Fasteignanúmer
2145335
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
02
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
8.250.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
BYGGÐ
http://www.byggd.is

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Arnarsíða 8 D
Skoða eignina Arnarsíða 8 D
Arnarsíða 8 D
603 Akureyri
146.6 m2
Raðhús
523
553 þ.kr./m2
81.000.000 kr.
Skoða eignina Steinahlíð 1b
Bílskúr
Skoða eignina Steinahlíð 1b
Steinahlíð 1b
603 Akureyri
163.8 m2
Raðhús
624
482 þ.kr./m2
78.900.000 kr.
Skoða eignina Undirhlíð 3 íbúð 402
Bílastæði
Undirhlíð 3 íbúð 402
603 Akureyri
117.6 m2
Fjölbýlishús
312
679 þ.kr./m2
79.900.000 kr.
Skoða eignina Víðihlíð 1 íbúð 103
Víðihlíð 1 íbúð 103
604 Akureyri
105.9 m2
Fjölbýlishús
413
704 þ.kr./m2
74.600.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache